Fundur vegna Norðurlandsmótaraðarinnar 2011
5.3.2011 | 10:27
Miðvikudaginn 2. mars s.l. var haldinn samráðsfundur Golfklúbbanna á Norðurlandi vegna Norðurlandsmótaraðar unglinga sumarið 2011. Fundurinn var haldinn í golfskálanum á Akureyri og á hann mættu fulltrúar frá Golfklúbbi Akureyrar, Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, Golfklúbbi Ólafsfjarðar og Golfklúbbi Sauðárkróks.
Á fundinum var ákveðið að hafa aldursskiptingu óbreytta frá því í fyrra. Eftirtaldir flokkar keppa til Norðurlandsmeistaratitils.
12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára. Einnig verður keppt í byrjendaflokki en ekki verður veittur Norðurlandsmeistaratitill í þeim flokki.
Mótaniðurröðun sumarsins var einnig sett upp fyrir höggleiksmótin. Þá var ákveðið að reyna að halda sérstakt holukeppnismót á Húsavík um miðbik sumars þar sem að efstu keppendur í hverjum flokkum myndu keppa. Væntanlega verður búið að spila þrjú mót þegar þetta mót verður og verða tvö bestu sem telja til þáttöku í holukeppnismótið.
Dagsetningar og staðsetningar mótaraðarinnar:
- 1. 26. júní / sunnudagur - 1. mót í stigakeppni - Dalvík
- 2. 3. júlí / sunnudagur - 2. mót í stigakeppni - Sauðárkrókur
- 3. 19. júlí / þriðjudagur - 3. mót í stigakeppni - Ólafsfjörður
- 4. ???? /????: Húsavík - Norðurlandsmót í holukeppni - Húsavík
- 5. 4. september/ sunnudagur - 4. mót í stigakeppni - Akureyri
Að lokum var ákveðið að breyta stigagjöfinni til samræmis við það sem að gerist á mótaröðum GSÍ. Stigagjöfin verður sýnd á uppfærðu mótafyrirkomulagi hér vinstra megin á síðunni.