Samráðsfundur á Jaðri í dag
15.1.2012 | 20:42
Samráðsfundur var haldinn í golfskálanum á Jaðri í dag til að fara yfir ýmis atriði tengd Norðurlandsmótaröðinni.
Mætt voru: Halla og S.Anna frá GA, Rósa frá GÓ og Hjörtur frá GSS.
Farið var yfir þróun mótsins frá upphafi, flokkaskiptingu sem verður óbreytt frá fyrra ári. Þá var farið yfir samræmingu á hlutverki ræsis í mótinu, keppnisfyrirkomulagið, mótaskrána, sem hægt er að sjá hér vinstra megin á síðunni ( drög sem klúbbarnir eiga eftir að samþykkja endanlega). Að lokum var rætt um styrktarmál.
Fundurinn var mjög góður og nauðsynlegt að halda svona fundi til samræmingar og gera þannig góða mótaröð enn betri.
/hg