Lokamótið í mótaröðinni - Akureyri 1. september
28.8.2013 | 16:18
Minnum á lokamótið í mótaröðinni sem verður á Akureyri sunnudaginn 1.september n.k. Skv. spám á veðrið að verða gengið niður og spáð þurru og hægum vindi á sunnudaginn. Skráning er til hádegis á laugardaginn á www.golf.is
Norðurlandsmeistarar verða krýndir í öllum flokkum og spennan töluverð í flestum flokkum.
Fjölmennum á þetta lokamót mótaraðarinnar okkar.