Fyrst mótið 2014 - Nýprent Open
5.6.2014 | 17:26
Þá er komið að fyrsta mótinu í mótaröðinni okkar þetta sumarið.
Nýprent Open mótið verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 15.júní n.k.
Skráning er hafin á www.golf.is.
Við viljum vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi.
Elsti flokkurinn nær nú upp í 21 árs og einnig verða veit mun fleiri punktaverðlaun en áður.
Sjá auglýsingu í meðf. viðhengi
Þetta voru breytingarnar sem voru samþykktar s.l.haust.
Veita verðlaun fyrir besta skor í þremur verðlaunasætum í hverjum flokki.
Veita verðlaun fyrir flesta punkta í tveimur verðlaunasætum í 12 ára og yngri flokki (einn opinn flokkur)
Veita verðlaun fyrir flesta punkta í fimm verðlaunasætum í 18 holu flokkum (einn opinn flokkur)
Fella niður að veita bikara í stigamótum en þó veita bikar til stigameistara í hverjum aldursflokka, að undanskilum byrjendaflokki
Stefna á að allir byrjendur fái viðurkenningu fyrir þátttöku
Stefna á að veita þátttakendur teiggjöf.
Spurning að vera með dregið úr skokortum.