Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Öðru mótinu lokið og stigin hafa verið reiknuð
5.7.2011 | 20:44
Nú þegar öðru móti mótaraðarinnar er lokið þá hafa stigin verið reiknuð út og sjást þau til hlíðar hér á síðunni.
Nýprent mótið var haldið á Hlíðarendavelli, Sauðárkróki s.l. sunnudag og mættu yfir 80 keppendur til leiks.
Hægt er að sjá úrslit og fjölda mynda frá mótinu á heimasíðu unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks - gss.blog.is
Næsta mót verður síðan þriðjudaginn 19.júlí á Ólafsfirði.