Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Síðasta mótið nálgast

Nú styttist óðum í síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni en það verður haldið á Akureyri sunnudaginn 4. september. Við viljum hvetja alla til að taka þátt.  Keppnin í heildarstigakeppninni er æsispennandi eins og sjá má hér vinstra megin á síðunni.


Þriðja mótinu lokið og stigagjöfin uppfærð

Þriðja mótinu í Norðurlandsmótaröðinni - S1 mótinu á Ólafsfirði er lokið og búið er að uppfæra alla stigagjöf í flokkunum eftir það.  Línur eru teknar að skýrast í nokkrum flokkum en í öðrum er töluverð spenna ennþá.

Til gamans er gaman að rýna aðeins í fjöldann sem að tekið hefur þátt í mótunum.

17 - 18 ára hafa 6 tekið þátt

15 - 16 ára hafa 15 tekið þátt

14 ára og yngri hafa 33 tekið þátt

12 ára og yngri hafa 25 tekið þátt

Byrjendaflokkar hafa 20 tekið þátt.

Þetta gerir því samtals 99 þátttakendur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband