Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Lokamótið í mótaröðinni framundan
21.8.2012 | 11:03
Lokamótið í Norðurlandsmótaröðinni verður á Jaðarsvelli á Akureyri sunnudaginn 2. september n.k. - skráning er þegar hafin á www.golf.is
Hægt er að sjá stöðuna á stigagjöfinni á síðunni, en mikil spenna er í mörgum flokkum.
Hvetjum alla til að mæta á þetta lokamót á hinum stórskemmtilega Jaðarsvelli
3.mótinu lokið og stigagjöfin uppfærð
3.8.2012 | 21:56
3.mótinu í Norðurlandsmótaröðinni er lokið. Opna S1 mótið á Ólafsfirði. Hægt er að sjá öll úrslit á www.golf.is
Stigagjöfin í öllum flokkum hefur verið uppfærð og hægt er að sjá hana hér til hliðar á síðunni.
4. og síðasta mótið verður síðan haldið á Akureyri sunnudaginn 2. september og þar verða nýjir Norðurlandsmeistarar krýndir í öllum flokkum.