Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Lokamótið í mótaröðinni - Akureyri 1. september

Minnum á lokamótið í mótaröðinni sem verður á Akureyri sunnudaginn 1.september n.k. Skv. spám á veðrið að verða gengið niður og spáð þurru og hægum vindi á sunnudaginn. Skráning er til hádegis á laugardaginn á www.golf.is


Norðurlandsmeistarar verða krýndir í öllum flokkum og spennan töluverð í flestum flokkum.

Fjölmennum á þetta lokamót mótaraðarinnar okkar.


Þriðja mótinu lokið - Opna Intersport á Dalvík

Þriðja mótinu í mótaröðinni okkar lauk í dag á Dalvík.

Búið er að uppfæra stigagjöfina. 

Úrslit liggja þegar fyrir í nokkrum flokkum þó að einu móti sé enn ólokið en mikil spenna er í öðrum flokkum.

Við minnum svo á lokamótið sem verður á Akureyri sunnudaginn 1. september n.k.

Nú er um að gera að fjölmenna á Akureyri og klára mótaröðina með stæl !


Intersport Open á Dalvík

Búið er að ákveða að 3ja mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður á Dalvík þriðjudaginn 20.ágúst n.k.

Sama fyrirkomulag og í öðrum mótum á mótaröðinni.

Við viljum hvetja alla til að mæta.

Sjá meðf.auglýsingu


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öðru móti lokið og stigagjöfin uppfærð

Þá er öðru mótinu á mótaröðinni lokið - Opna S1 mótinu á Ólafsfirði.

 Öll úrslit má sjá á www.golf.is

Stigagjöfin hefur verið uppfærð og er að vinna hér vinstra megin á síðunni.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband