Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
3.móti lokið - stigagjöf uppfærð
29.7.2014 | 10:29
Nú þegar þriðja mótinu er lokið þá er spennan farin að magnast í stigagjöfinni til Norðurlandsmeistaratitils í öllum flokkum. Búið er að uppfæra stigagjöfina hér vinstra megin á síðunni.
4. og síðasta mótið verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 13.september.
Ólafsfjörður 27.júlí
20.7.2014 | 20:29
Við minnum á 3.mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði sunnudaginn 27.júlí.
Meðfylgandi er skjal með auglýsingu um mótið.
Við hvetjum alla til þátttöku.
Stigagjöfin og næsta mót.
13.7.2014 | 20:12
Núna er tveimur mótum lokið í Norðurlandsmótaröðinni, á Sauðárkróki og Dalvík. Stigagjöfin hefur verið uppfærð hérna á síðunni.
Við viljum síðan minna á þriðja mótið í mótaröðinni en það verður á Skeggabrekkuvelli á Ólafsfirði sunnudaginn 27.júlí n.k. - Opna SÓ mótið.
Við viljum hvetja alla til að fjölmenna á þetta mót. Skráning er hafin.