Færsluflokkur: Bloggar
Dagsetningar fyrir sumarið 2013 komnar inn
9.4.2013 | 14:10
Þá er búið að ákveða dagsetningar fyrir mótaröðina í sumar en þær eru þessar:
Dalvík 9.júní
Sauðárkrókur 30.júní
Ólafsfjörður 30.júlí
Akureyri 1.september
Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þó ber að áretta að til að geta tekið þátt í mótunum verða keppendur að vera skráðir í einhvern golfklúbb hér Norðanlands.
Þá er líka rétt að benda á að þeir sem að taka þátt í byrjendaflokki mega ekki vera búnir að fá forgjöf. Ef keppandi sem byrjar t.d. fyrsta mót í byrjendaflokki fær síðan forgjöf fyrir næsta mót þá þarf viðkomandi að fara í sinn aldursflokk á næsta móti.
Nú er bara um að gera að vera dugleg að æfa og koma öll sterk til leiks í sumar.
Sjáumst öll hress á mótaröðinni í sumar :)
Norðurlandsmótaröðinni lokið þetta árið
3.9.2012 | 17:31
Norðurlandsmótaröð barna og unglinga er lokið þetta árið. Síðasta mótið var haldið á Jaðarsvelli sunnudaginn 2.september. Hægt er að sjá öll úrslit í mótinu sjálfu á www.golf.is Mikil spenna var í flestum flokkum um það hver myndi standa uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hægt er að sjá öll stig þátttakenda hér til hliðar á síðunni en 3 bestu mótin töldu.
Norðurlandsmeistarar 2012 eru:
12 ára og yngri:
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD og Sveinn Margeir Hauksson GHD
14 ára og yngri:
Ólöf María Einarsdóttir GHD og Kristján Benedikt Sveinsson GA
15-16 ára:
Birta Dís Jónsdóttir GHD og Ævarr Freyr Birgisson GA
17-18 ára
Jónína Björg Guðmunsdóttir GHD og Arnar Geir Hjartarson GSS
Myndin er af Norðurlandsmeisturunum í 14-18 ára flokkunum.
Lokamótið í mótaröðinni framundan
21.8.2012 | 11:03
Lokamótið í Norðurlandsmótaröðinni verður á Jaðarsvelli á Akureyri sunnudaginn 2. september n.k. - skráning er þegar hafin á www.golf.is
Hægt er að sjá stöðuna á stigagjöfinni á síðunni, en mikil spenna er í mörgum flokkum.
Hvetjum alla til að mæta á þetta lokamót á hinum stórskemmtilega Jaðarsvelli
3.mótinu lokið og stigagjöfin uppfærð
3.8.2012 | 21:56
3.mótinu í Norðurlandsmótaröðinni er lokið. Opna S1 mótið á Ólafsfirði. Hægt er að sjá öll úrslit á www.golf.is
Stigagjöfin í öllum flokkum hefur verið uppfærð og hægt er að sjá hana hér til hliðar á síðunni.
4. og síðasta mótið verður síðan haldið á Akureyri sunnudaginn 2. september og þar verða nýjir Norðurlandsmeistarar krýndir í öllum flokkum.
Næsta mót - Ólafsfjörður 31.júlí
24.7.2012 | 11:49
Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröðinni - S1 mótið - verður á Ólafsfirði þriðjudaginn 31.júlí n.k.
Skráning er þegar hafin á golf.is en einnig er hægt að skrá sig í síma 863-0240 eða á netfangið golfkl@simnet.is.
Nú er um að gera að fjölmenna á Ólafsfjörð
Nýprent mótinu lokið
3.7.2012 | 15:14
2. mótið í mótaröðinni - Nýprent Open var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkóki sunnudaginn 1.júlí s.l.
75 þátttakendur tóku þátt í mótinu.
Hægt er að sjá upplýsingar um mótið á www.golf.is og einnig inni á gss.blog.is
Þá hefur stigagjöfin verið uppfærð á síðunni eftir þetta mót. Töluverð spenna er komin í flokkana og alveg ljóst að hart verður barist í næsta móti sem verður haldið á Ólafsfirði 31.júlí n.k.
Nýprent Open 1.júlí
20.6.2012 | 21:23
Nýprent Open barna- og unglingamótið verður haldið 1. júlí n.k. á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki
Mótið hefst kl. 08:00, sunnudaginn 1.júlí og verða elstu ræstir út fyrst og yngstu síðast. Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi.
Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.
Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt.
Flokkarnir eru þessir:
17-18 ára drengir og stúlkur 18 holur
15-16 ára drengirog stúlkur 18 holur
14-ára og yngri drengir og stúlkur 18 holur
12 ára og yngri drengir og stúlkur sem spila 9 holur
Byrjendaflokkur drengir og stúlkur spilar 9 holur af sérstaklega styttum teigum
Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is
Nándarverðlaun verða veitt og vippkeppni í öllum flokkum
Viðurkenning fyrir flesta punkta með forgjöf á 18 holum í drengja- og stelpuflokkum, virk forgjöf er skilyrði.
Mótsgjald er 1.500 kr
Næsta mót á mótaröðinni
14.6.2012 | 21:22
Búið er að fella niður mótið sem átti að vera á Húsavík 22.júní n.k.
Mót númer 2 í mótaröðinni verður því á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 1.júlí - Nýprent Open -
Skráning á mótið er þegar hafin.
Þá er búið að uppfæra stigagjöfina eftir fyrsta mótið á Dalvík
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni
3.6.2012 | 21:23
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga verður haldið á Dalvík sunnudaginn 10.júní. Skráning er þegar hafin á www.golf.is
Í tengslum við þetta mót er haldið golfævintýri á föstudegi og laugardegi fyrir mótið.
Samráðsfundur á Jaðri í dag
15.1.2012 | 20:42
Samráðsfundur var haldinn í golfskálanum á Jaðri í dag til að fara yfir ýmis atriði tengd Norðurlandsmótaröðinni.
Mætt voru: Halla og S.Anna frá GA, Rósa frá GÓ og Hjörtur frá GSS.
Farið var yfir þróun mótsins frá upphafi, flokkaskiptingu sem verður óbreytt frá fyrra ári. Þá var farið yfir samræmingu á hlutverki ræsis í mótinu, keppnisfyrirkomulagið, mótaskrána, sem hægt er að sjá hér vinstra megin á síðunni ( drög sem klúbbarnir eiga eftir að samþykkja endanlega). Að lokum var rætt um styrktarmál.
Fundurinn var mjög góður og nauðsynlegt að halda svona fundi til samræmingar og gera þannig góða mótaröð enn betri.
/hg